Handsmíðað EIK eða Douglas
Ásdís – útiborð og bekkir 6 manna – 160 cm
Ásdís – útiborð og bekkir 6 manna – 160 cm
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Ásdís er útiborð og bekkjasett sem sameinar náttúrulega fegurð og styrk. Borðið og bekkirnir eru smíðaðir úr efnisþykku Douglasgreni eða EIK, sem veita hlýlegt og vandað yfirbragð. Undirstöðurnar eru með rúnuðum fótum sem gefa mjúkt og lífrænt form, en tryggja á sama tíma stöðugleika og styrk.
Hönnunin sameinar grófleika og mjúkar línur og verður að miðpunkti hvers útirýmis – hvort sem það er við sumarbústaðinn, í garðinum eða á útisvæði fyrirtækja og veitingastaða.
Settið er handsmíðað með gæðum og veðurþol að leiðarljósi. Þung og endingargóð smíði sem stenst íslensk skilyrði ár eftir ár.
Stærð: Borð 160 x 75–80 cm. Bekkir 160 cm hvor.
Frí heimsending á SV-landi.
Ásdís, móðir Grettis sterka, var þekkt fyrir styrk sinn og visku – rétt eins og þetta sett sem sameinar traustleika og náttúrulega fegurð.
Ending með viðarvörn (1–3 ára fresti): EIK 50-70+ ár, Douglas 30-50+ ár
Viðartegund: Eik og Douglasgreni
Algeng ending ófúavarið: EIK 25-35 ár, Douglas 15-25 ár
Fjöldi sæta: 6
Handsmíðað: Já
Þyngd: u.þ.b. 150 kg
Share

