Sérmerking á útibekk – Hvernig virkar ferlið?
Share
Þegar þú hefur ákveðið að kaupa garðbekk frá Lyngur.is, geturðu valið að láta árita eða sérmerkja hann með texta eða nafni í bakið. Hér er einföld leiðbeining um hvernig ferlið virkar:
Veldu bekkinn þinn
✔ Þú velur garðbekkinn sem þú vilt kaupa og smellir á Áletrun EIK eða Áletrun DOUGLASGRENI, eftir því hvorn harðviðinn þú kýst.
Gakktu frá kaupunum
Þegar þú ert komin/kominn á greiðslusíðuna finnur þú reitinn „Sérmerking – Garðbekkir“ (undir heimilisfanginu þínu) og skrifar þar þá áletrun sem þú vilt fá á bekkinn þinn.
EÐA
Þú klárar kaupin og sendir okkur tölvupóst á lyngur@lyngur.is eða í gegnum Hafa samband með textanum sem þú vilt láta merkja á bekkinn.
Afhending og staðfesting
Bekkurinn er sérframleiddur og afhendingartími er 3–5 vikur, en mögulega fyrr.
Í báðum tilvikum staðfestum við pöntunina og sendum þér próförk af áletruninni til samþykkis áður en vinnsla hefst.
Áletrunin er framkvæmd og bekkurinn afhentur
Þegar við höfum fengið samþykki frá þér, hefjum við áletrunina. Við látum þig vita um leið og bekkurinn er tilbúinn til afhendingar.
Af hverju að velja sérmerkingu?
✔ Gerir bekkinn einstakan – hvort sem það er vegna tilefnis, fyrirtækisnafns eða nafns á sumarhúsi
✔ Fullkomin gjöf – sérmerktir bekkir henta vel í minningar, afmæli eða brúðkaup
✔ Frábær lausn fyrir fyrirtæki og opin svæði – merktir bekkir fyrir veitingastaði, tjaldsvæði og almenningsgarða
Glúmur með krossfætur