Besti viðurinn fyrir útihúsgögn á Íslandi – Douglasgreni eða Eik?

 

Douglasgreni (Degli) og Eik – Endingargóðir harðviðir fyrir útihúsgögn

Þegar kemur að því að velja útihúsgögn er mikilvægt að hugsa um bæði gæði og endingu. Við Íslendingar þekkjum hversu krefjandi veðráttan getur verið, með miklum raka, vindi og hitabreytingum. Þess vegna er lykilatriði að velja við sem þolir álag tímans og veðurs.

Tvær viðartegundir sem skara fram úr í styrkleika og endingu eru Douglasgreni ( með al-íslenska nafnið Degli) (Pseudotsuga menziesii) og Eik (Quercus). Hér skoðum við hvað gerir þessa viði að frábæru vali fyrir garðhúsgögn og hversu lengi þau geta enst með réttu viðhaldi.


Douglasgreni (Degli)– Sterkt og endingargott viðarval

Douglasgreni, (sem er náskylt Lerki), er náttúrulega sterkur og þéttur barrviður sem hefur verið notaður í byggingar s.s glugga og hurðir og einnig húsgögn í meira en 100 ár. Það er sérstaklega vinsælt í Skandinavíu og Norður-Ameríku vegna hörku, styrkleika og náttúrulegrar veðurþols.

Hversu lengi endist Douglasgreni?

  • Ómeðhöndlað getur það enst í 15-30 ár, En gæti mögulega brotnað hraðar niður í miklum raka 
  • Með léttu viðhaldi, t.d 2. - 4. ára fresti með viðarvörn (t.d. olíu eða vatnsheldri viðarvörn), getur það enst 30-50 ár jafnvel í krefjandi veðri.
  • Vel meðhöndlað Douglasgreni (t.d. með UV-vörn og reglulegri olíumeðferð) getur enst yfir 50 ár.

Af hverju er Douglasgreni frábært fyrir útihúsgögn á Íslandi?

Mikill styrkur – Þolir þungt álag og hentar vel fyrir húsgögn sem eru mikið notuð.
Sveigjanleiki og slitþol – Þétt áferðin gefur viðnum góða viðnámsþol gegn höggum og sliti.
Mikið náttúrulegt veðurþol – Douglas ver sig gegn rotnun og skordýrum vegna þéttleika og efnasambanda í viðnum (Harpix).
Íslenskt veðurfar í raun hjálpar til – Íslenskir vindar blása reglulega um húsgögnin, sem hjálpar þeim að þorna hraðar eftir rigningu og dregur úr hættu á rakaskemmdum.

Douglasgreni er sérstaklega sterkt og stöðugt þegar það er sagað í þykkar einingar, sem gerir það að fullkomnu efni fyrir garðhúsgögn sem þurfa að standast íslenskt veðurfar.


Eik – Einstök ending og þol

Eik er þekkt fyrir að vera einn sterkasti og endingarbesti harðviðurinn í náttúrunni. Hún er oft notuð í skipasmíði, gólfefni og garðhúsgögn, þar sem hún er ótrúlega veðurþolin og slitsterk.

Hversu lengi endist Eik?

  • Ómeðhöndluð eik getur enst 30-40 ár utandyra óvarin.
  • Olíuborin eða viðarvarin eik getur auðveldlega enst 40-75 ár ef hún fær viðhald öðru hvoru.
  • Með hámarksviðhaldi getur hún enst yfir 100 ár, sérstaklega ef hún er ekki stöðugt útsett fyrir miklum raka.

Af hverju er Eik frábært val fyrir útihúsgögn?

Ótrúleg ending – Eik getur staðist áratuga notkun, jafnvel í erfiðum aðstæðum.
Mjög mikil náttúruleg veðurþol – Eik er sjálfvirkt vernduð gegn rotnun og skordýrum vegna mikils þéttleika og efnasambanda í viðnum (Tannín)


Þung og stöðug – Hentar fullkomlega fyrir veðurskilyrði þar sem mikill vindur getur verið vandamál.

Eikarhúsgögn eru yfirleitt dýrari en húsgögn úr öðrum viðartegundum, en endingin er mikil og oft um kynslóðafjárfestingu að ræða. Ef eikin er látin grána eðlilega án viðarolíu eða meðhöndlunar, er hún í raun viðhaldsfrí. Spurningin er bara hvort þú sættir þig við silfurgráa litin;-)


Hvernig á að viðhalda Douglasgreni og Eik?

Til að tryggja hámarksendingu húsgagnanna þinna er gott að fylgja eftirfarandi viðhaldsráðleggingum:

1. Berðu á viðarvörn annað slagið – Douglasgreni er gott að bera á með viðarolíu á 2–4 ára fresti til að viðhalda lit og vörn gegn veðri. Eikina má hins vegar láta grána náttúrulega – ef þú sættir þig við silfurgráa litinn sem hún fær með tímanum, þarfnast hún í raun engrar meðhöndlunar.
2. Forðastu staði þar sem vatn safnast fyrir – Best er að staðsetja húsgögnin þannig að þau standi ekki stöðugt í snjó eða vatni allan veturinn.
3. Hreinsaðu húsgögnin öðru hverju – Notaðu mildan sápuvatnsskrúbb til að fjarlægja óhreinindi og myglu.
4. Íslenskt veður hjálpar! – Þó húsgögnin verði fyrir rigningu, þá tryggja vindarnir oft að þau þorni vel aftur, sem lengir líftímann.


Niðurstaða – Hvort er betra, Douglasgreni eða Eik?

Bæði Douglasgreni og Eik eru frábærir viðarkostir fyrir garðhúsgögn, en hver hefur sín sérkenni:

Viðartegund Ending með viðhaldi Styrkur Viðhald Verð
Douglasgreni 30-50 ár Mjög sterkt Miðlungs Miðlungs
Eik 50-100 ár Últra sterkt Lágt til miðlungs Hærra

Ef þú vilt sterk húsgögn með góðu verði, þá er Douglasgreni frábært val.
Ef þú vilt maximal ending og gæðavið, þá er Eik fjárfesting sem endist ævilangt.

Þú getur tryggt þér falleg, endingargóð og veðurþolin útihúsgögn með réttu vali og viðhaldi. Þú pantar – við sjáum um að flytja inn!


 

Aftur á bloggið