Um Lyngur.is
Hugmyndin að Lyngur.is kviknaði fyrir meira en 10 árum, þegar eigendur þess, meðan á námi þeirra í Danmörku stóð, uppgötvuðu einstaka trésmiðju sem hefur verið í sömu fjölskyldunni í áratugi. Þar ganga handverk og hefðir frá föður til sonar. Viðurinn er valinn af natni, sagaður niður og hvert húsgagn smíðað af alúð og nákvæmni.
Þessi trésmiðja sérhæfir sig í vönduðum útihúsgögnum úr Douglasgreni (Deigl) og Eik, sem eru bæði sterk og endingargóð efni. Við heimsókn í smiðjuna, þar sem sonurinn hafði tekið við rekstrinum, varð strax ljóst að þarna störfuðu sannir fagmenn sem smíðuðu garðhúsgögn hönnuð til að endast í áratugi.
Sérstaklega vakti athygli hversu sterk og þung þessi húsgögn eru – hönnuð til að standast erfið veðurskilyrði. Það lá því ljóst fyrir að þau hentuðu fullkomlega íslenskum aðstæðum, þar sem veðrið getur verið krefjandi, en jafnframt veittu þau bæði fegurð og endingu í garðinn.
Eftir margra ára hugmyndavinnu var loksins tekin ákvörðun um að láta drauminn rætast – og þannig varð Lyngur.is til. Til að koma þessum einstöku húsgögnum til Íslands var farin sú leið að stofna sölusíðu, þar sem hægt verður að selja af lager og taka við forpöntunum og tryggja afhendingu beint frá trésmiðjunni.
Lyngur.is er í eigu Tæknismiðjunnar Lyngur ehf. – með það að markmiði að færa Íslendingum vönduð, endingargóð og sígild útihúsgögn sem endast í áratugi.
Komdu og skoðaðu – eftir samkomulagi
Þó lyngur.is sé fyrst og fremst vefverslun, bjóðum við upp á að kúnnar geti komið og skoðað vörurnar á staðnum – eftir samkomulagi.
Lagerinn okkar og sýningarpláss er staðsett að Lyngmóa í Ölfusi (816). Þar er hægt að sjá úrval borðsetta, bekki og oft sérsmíðaða hluti áður en ákvörðun er tekin.
Fyrir verðtilboð, fyrirspurnir eða bókun á heimsókn:
Sendu tölvupóst á lyngur@lyngur.is
eða hringdu/sendu SMS í síma 857-6715 (Gunnar)
Við tökum vel á móti öllum sem vilja kynna sér vörurnar í eigin persónu og leggjum metnað í persónulega og faglega þjónustu.
Trésmiðjan að störfum